Gengið á Skarðsheiði á laugardag

N.k. laugardag 7. nóvember efnir Ferðafélag Íslands til fjallgöngu á Skarðsheiði, nánar tiltekið er stefnan tekin á Heiðarhorn sem er hæsti tindurinn á Skarðsheiðinni.
Spáð er hægri norðanátt á laugardag og því góðar líkur á óviðjafnanlegu útsýni af Heiðarhorninu. Gengið verður á fjallið upp með Skarðsá en farið niður af fjallinu aðra leið og gengið um svokallaða Skessubrunna á leiðinni niður aftur. Heiðarhornið er 1055 metra hátt og gönguleiðin er um 10 km. löng.
Farið verður með rútu frá Mörkinni 6 að uppgöngustað og er brottför kl. 10.00 á laugardagsmorgun. Fararstjórar eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Þátttakendur séu vel búnir til 6-7 stunda göngu með nesti, skjólgóðan fatnað og göngustafi að ógleymdu sína besta gönguskapi.
Skarðsheiði-Heiðarhorn

Göngumaður á brúnum Skarðsheiðar í fallegu haustveðri. Heiðarhorn í baksýn.