Gengið um Fljótafjöllin Helgarferð 22 – 25. júlí 2010

 

Það eru laus pláss í ferðina Gengið um Fljótafjöllin Helgarferð sem farin er dagana 22 - 25. júlí 2010   

22-7 fimmtudag komið í Bjarnargil á eiginvegum.

23-07

Blákápugarður skoðaður og rætt um söguna. Gengið upp á Barðshyrnu og fram (Skipið) Brekkufjall. Gengið að þeim stað sem fararstjóri upplifði mikið náttúruundur fyrir 5 árum og sagt frá. Gengið niður Skeiðsdal að Skeiðsfossvirkjun, hún skoðuð.

Göngutími ca 6-7 tímar.

24-07

Farið fram á Lágheiði og gengið inn Klaufabrekknadal upp á Hestfjall. Þaðan er gott útsýni yfir framtíðar útivistarsvæði Tröllaskagans. Þaðan verður gengið yfir í Svarfaðardal í gegn um Klaufabrekknaskarð niður að ferðaþjónustubænum Skeiði.

Þar verða þegnar veitingar. Ekið með rútu heim í Bjarnargil með viðkomu í sundlaug á Dalvík eða Ólafsfirði.

25-07

Boðið verður upp á ca 4 tíma göngu upp á fjallið fyrir ofan Bjarnargil, Holtshyrnu. Þaðan er afar gott útsýni yfir Fljótin og út á haf. Berjalöndin skoðuð á leiðinni.

Heimferð síðla dags. 

(Verð: 30.000.- kr. uppbúið rúm og fullt fæði. Fararstjóri Trausti Sveinsson) 

Skráning á traustisveins@gmail.com eða í síma 467-1030 eða 866-8788