Á sunnudaginn kl. 10:30 leiðir Pétur H. Ármannsson, arkitekt, árlega janúargöngu Ferðafélags Íslands innan marka höfuðborgasvæðisins. Gangan tengist að þessu sinni bókum og húsum á Álftanesi.
Við sögu koma Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal, Sjósókn sem Jóh Thorarensen skráði og ljóðabókin Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson.
Gengið verður af stað kl. 10:30 frá bílastæði við sundlaug og íþróttamiðstöð Álftaness. Genginn verður um 5 km hringur og endað á upphafsstað. Í fótabúnaði þarf að taka mið af mögulegri hálku.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.