Gengið var á Hafnarfjall 7. júlí

Farið var í þungbúnu veðri og fljótlega var hópurinn horfinn upp í þokuna. Hvað síðar gerðist í snarbröttum og landsfrægum skriðum Hafnarfjalls er ekki vitað.

Untitled-1
Ormurinn langi

Untitled-2
Uppi á fyrsta tindi

 

Á Hafnarfjall er hægt að spretta
þó hætta sé á hrasi.
Að klífa skriður, skríða kletta
er kunnuglegur frasi

Fór þar glás af fjallaljónum
frjáls um brattar skriður
Missa hælinn undan skónum
er merkilegur siður

 Eitt er víst og allveg satt
sem erfitt er að lýsa.
Eiginlega er ekkert bratt
svo endar þessi vísa.