Gengið var á Heiðarhorn 23. júní.

Vaskur hópur fór á Heiðarhorn Skarðsheiðar og hreppti þar einstakt góðviðri.Ekki var hægt að kvarta undan veðurblíðunni á toppi fjallsins í logni og steikjandi hita.

Untitled-3

 

 Á Hornið í heiðskýru verði
og helvíti góðu árferði
var hugprúður hópur á ferð.
Þar uppi var als-ekkert ský
nema eitt sem var eingöngu mý
af óþekktri árásargerð.
Untitled-15

Hröktust menn og konur því undan þessum vargi sem réði þarna ríkjum og kunni vel við sig í 1053 m. h. y. s. Höfðu menn sig því niður.