Lagt var af stað við Laugarvatnshella og gengið inn með Reyðarbarmi og upp í Flosaskarð. Þaðan var síðan bröllt upp bratta skriðu og fljótlega tók af alla útsýn bæði upp og niður vegna þoku sem lá yfir fjöllunum. Þegar upp var komið hófst afar fróðlegur fyrirlestur um það sem hugsanlega bæri fyrir augu.
Við hellisskúta hófu þeir sitt tal
en héldu loks af stað með staf og mal.
Í bröttum brekkum beið oss mikið strit
sem bráðlega var ekki nokkurt vit.
Því brekkan hún var bæði laus og hál
og blessuð slóðin örmjó eins og nál.
Í þokunni var þetta ekkert bratt
en það má þakka guði að engin datt.
Uppi þar var útsýn frekar smá
en Ævar benti og eitthvað þóttist sjá.
Ef ekkert sést má ímynda sér það
eða bara að fara ekki af stað.
Áð var áður en lagt var á brattann
Brattar lyngbrekkur á leiðinni upp í Flosaskarð
Í Flosaskarði
Á einstiginu í þokunni
Toppurinn