„Færðin á Laugaveginum er góð, leiðin stikuð og greiðfær en þó töluverður snjór í og við Hrafntinnusker,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir sem er einn af skálavörðum FÍ í Landmannalaugum.
„Við hvetjum fólk að kynna sér vel veðurspár áður en það leggur af stað því veður getur verið varasamt á þessum slóðum. Við höfum verið dugleg að miðla upplýsingum til ferðamanna,“ segir Þorgerður ennfremur og leggur áherslu á að flestir séu vel búnir til ferða og hafa kynnt sér aðstæður vel.