,,Góð heilsurækt, skemmtilegur félagsskapur og hressandi útivera,"

,,Góð heilsurækt, skemmtilegur félagsskapur  og hressandi útivera,” segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands

 ,,Það er ánægjulegt að sífellt fleiri eru að ferðast um landið. Gönguferðir um pallihrafnnáttúruna, bæði í byggð og óbyggðum eru aðalsmerki Ferðafélagsins.  Gönguferðir eru allt í senn góð heilsurækt, hressandi útivera, skemmtilegur félagsskapur og eða þá góð hvíldarstund frá amstri dagsins ef maður kýs að ganga einn," segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins.

Að sögn Páls má segja að með útgáfu ferðaáætlunarinnar fari starf FÍ í fullan gang.  ,,Fyrstu daga og vikur eftir að áætlunin kemur út eru símalínurnar rauðglóandi.  Í mörgum ferðum takmarkast fjöldi farþegar við 18 – 20 manns og fyrstir koma fyrstir fá.”   Páll segir að Íslendingar séu jafnframt orðnir mun fyrr á ferðinni við undirbúning og skipulag á ferðum sínum en áður.  Fjölmargir hafi þegar pantað í skála félagsins fyrir ferðir sumarsins en þar sé gistiframboð einnig takmarkað eftir stærð skálanna, en Ferðafélagið og deildir þess eiga og reka 36 skála í óbyggðum landsins.

Í Ferðafélagi Íslands eru nú tæplega7000 félagsmenn en Páll segir að markmiðið sé að fjölga þeim enn frekar. ,,Við höfum verið að horfa á norska Ferðafélagið en í því eru um 220.000 félagar og þessi lífsttíll er mun  ríkari í menningu norsku þjóðarinnar.  Það er eitthvað sem við viljum læra af og fylgja eftir,”