Fjórtán konur lögðu upp í Laugavegsgöngu síðastliðinn fimmtudag og komu til byggða í gær. Að sögn Helgu Garðarsdóttur fararstjóra var frábær stemning í ferðinni og gengu þær mest alla leiðina í rjómablíðu. Á kvöldin elduðu konurnar góðan mat og héldu fjörugar kvöldvökur, þar sem þær voru jafna spurðar út úr því sem fyrir augun hafði borið þann daginn. Sérstök verðlaunaafhending var á lokakvöldinu þar sem konurnar voru verðlaunaðar fyrir framistöðu sína í ferðinni.
Við minnum konur á að enn eru örfá sæti laus í seinni kvennaferð félagsins sem farin verður í ágúst.