Góða ferð

Út er komin bókin Góða ferð - handbók um útivist eftir björgunarsveitarkonurnar Helen Garðarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur. Bókin er til sölu á skrifstofu FÍ á sérstöku tilboðsverði til félgasmanna kr. 3.300.

 

Til að fagna útgáfunni bjóða höfundar og útgefandi öllum áhugasömum að koma í bóka- og gjafavöruverslunina Iðu, Lækjargötu 2a, laugardaginn 5. mars. Boðið verður upp á kaffi, kakó og meðlæti, auk þess sem lifandi útilegutónlist skemmtir gestum og gangandi.

 

Góða ferð - handbók um útivist er einskonar alfræðirit fyrir útivistariðkendur, bæði byrjendur og lengra komna. Í henni er farið yfir alla grunnþætti útivistariðkunnar, eins og klæða- og útbúnaðarval, rötun og leiðarval, næringu, veður og fyrstu hjálp, svo eitthvað sé nefnt.

 

Í bókinni er fjöldinn allur af ljósmyndum, skýringarmyndum, listum og töflum sem gera bókina aðgengilega og auðvelda aflestrar.

 

Meðal ráðgjafa og yfirlesara voru fjallaleiðsögumenn, björgunarsveitarfólk, næringarfræðingur, landfræðingur, leiðbeinandi í fjallamennsku, kennari í fyrstu hjálp og sérfræðingur í útieldun.

Góða ferð - handbók um útivist er 180 síður á lengd og telur efnisyfirlitið yfir 150 undirkafla.

Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Sæmundi.

 

 

www.facebook.com/utivistarbok

 

 

Allar nánari upplýsingar veitir Elín Magnúsdóttir í síma 694 7614 eða í netfangi elin.ee.is@gmail.com