Örugg fjallamennska að vetrarlagi

Eitt það hættulegasta við ferðalög í fjallendi að vetrarlagi eru snjóflóð. Með skynsamri ferðahegðan og réttu leiðarvali er hægt að lágmarka för ferðalanga um snjóflóðasvæði.

Að átta sig á því hvaða svæði eru hættumeiri en önnur er flókið en þó má einfalda það með nokkrum atriðum. Almennt má segja að þar sem skafrenningur safnast fyrir í brattlendi þar sé snjóflóðahætta og við þetta má bæta að flóð falla helst í 30° – 55° halla og því minni viðnám sem snjóalög hafa við hvort annað því meiri hætta á snjóflóðum.

„Nú þegar snjó kyngir niður eru fjölmargir sem leita til fjalla sér til skemmtunar. Við viljum hvetja fólk til að muna eftir þessum öryggisþáttum sem eru svo mikilvægir í öruggri og skynsamri fjallamennsku,“ segir Stefán Jökull starfsmaður Ferðafélags Íslands og leiðbeinandi á snjóflóðasviði Björgunarskólans.

1. Ýlirinn:

  • Er búið að framkvæma tvívirkt ýlatékk með félögunum núna í upphafi vertíðar.
  • Tvívirkt ýlatékk skal framkvæma sem oftast þegar farið er til fjalla til að fullvissa
  • ykkur um að ýlirinn sendi og leiti rétt.
  • Ef tvívikrt ýlatékk er ekki framkvæmt skal a.m.k. framkvæmt einvirkt ýlatékk til
  • að ganga úr skugga um að ýlirinn sendi rétt.


2. Stöngin:

  • Eruð þið búinn að prófa að setja hana saman til að athuga hvort sé í lagi með vír eða band og virka hreifalegir hlutir eðlilega.


3. Skóflan:

  • Eruð þið búinn að prófa að setja skófluna saman og athuga hvort hreifanlegir hlutir virki eðlilega.
  • Kannið hvort brot eða beylgur séu til staðar sem draga úr afköstum og virkni skóflunnar.


4. Ferðahegðun – Snjóflóðafræði - Félagabjörgun:

  • Rifjið upp helstu þætti ferðahegðunar, snjóflóðafræða og félagabjörgunar með ferðafélögunum til að minnka líkur á að þið lendið í snjóflóðum og gera viðbrögðin ykkar skilvirkari ef þið lendið í að þurfa að bjarga einhverjum úr snjóflóði.
  • Er búnaður þinn og ferðafélagana í lagi og er honum rétt fyrirkomið.
  • Högum okkur í samræmi við getu, reynslu og aðstæður.
  • Æfið viðbrögð hópsins í máli og verki til að auka færni hans til að takast á við þær aðstæður sem þið getið lent í.
  • Fylgist með hegðun ferðafélagana og hópsins í aðdraganda ferðalagsins og
  • meðan á því stendur.
  • Látið skoðun ykkar í ljós ef ykkur finnst eitthvað vera að fara úr böndunum.
  • Þroskaður hópur ferðast taktískt og skynsamlega!


Samantekt: Snjóflóðaleiðbeinendur Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar