Göngugleði 23.nóvember

Við vorum svo heppin að finna skjól á móti sól, en meðan við drukkum fengum við áþreifanlega sönnun þess að snjórinn leitar í skjólið, því kófið helltist yfir okkur þegar hviðurnar gengu yfir.

Undir Litla-Meitli gengum við framhjá grenilundi, sem er verk Einars Ólafssonar. Hann var mikill Ferðafélagsmaður hér áður fyrr og mun hann hafa plantað þessum trjáum uppúr 1950. Kom í ljós að hann og Maggi Kon. eru bræðrasynir frá Grímslæk í Ölfusi.

Göngulok kl. 15:47, þannig að göngutími var 4 klst. og 40 mínútur. Gengnir voru 15 kílómetrar.

Þar sem við brenndum óvenjumörgum kaloríum á göngunni var ákveðið að taka seinna kaffi í Þverási hjá Jónínu og Braga þar sem frést hafði af veislu kvöldið áður og ríkulegum afgöngum af veisluföngum bæði í fljótandi og föstu formi. Þegar þessi pistill er ritaður í sameiningu við veisluborðið er kátt á hjalla og gleðin skín úr veðurbörnum andlitum göngugarpa.

Finnum til með þeim sem af misstu.

Göngukveðjur frá Braga, Eiríki, Eygló, Jónínu, Magga Kon. og Siggu Lóu.

 

PS: Skýrslan er samvinnuverkefni gönguhópsins og myndirnar frá Magga og Jónínu.

Sjá myndirnar á heimasíðu FÍ undir myndir