Göngugleði 30. september - ferðasaga

Ekið var í þoku og dumbungi austur Nesjavallaveg og staðnæmst við Borgarhóla. Ákveðið var að halda þangað þó nokkuð væri dimmt yfir.  Samkvæmt veðurspá átti að létta til er liði á daginn og gekk það eftir.  Eftir um 20 mínútna göngu fór þokan að lyftast og  er næ dró Borgarhólum var komið besta veður, og sá jafnvel til sólar. Stoppað var um stund á toppi Borgarinnar og nestið snætt og litið yfir umhverfið.  Útsýni var gott til vesturs en lakara inn til hálendisins. Var síðan haldið til baka sömu leið og komið að bílunum eftir rökslega fjögurra tíma göngu.

Ferðasöguna skrifaði Pétur Þorleifsson.

Göngugleði FÍ er alla sunnudaga og lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30.  Ekið er í einkabílum að upphafsstað göngu og gengið í ca 3 - 6 klst eftir aðstæðum.  Þátttaka er göngugleðinni er ókeypis og allir velkomnir.  Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað, bakpoka og hlífðarfatnað.

peturskjaldbr