Göngugleði 4. mars - ferðasaga

Mættir voru 15 göngugarpar í göngugleði FÍ sl sunnudag. Þrír voru með skíði og fór einn af þeim í Bláfjöll. Hinir óku að Draugatjörn vestan við Kolviðarhól og hófu þar gönguna. Gengið var í éljagangi og stífum mótvindi áleiðis í Múlasel í Engidal. Ein stúlka ónefnd snéri brátt við vegna klæðaleysis og ók heimleiðis, en hinir 14 héldu áfram göngu í skálann og þá var veður orðið skaplegt. Stoppað var í hálftíma og nestið drukkið og etið. Í besta veðri var haldið ti baka og ákveðið að fara beint yfir Húsmúlann til bílanna . Þar uppi var rokhvsst og éljagangur, en lægði fljótt er neðar dró. Komið var að bílunum eftir um þriggja tíma gang. Sérstaka ánægju vakti að fjórir Borgnesingar voru mættir til að æfa sig fyrir vorferðina á Hvannadalshnjúk.  Allir voru hressir og kátir að göngu lokinni, þrátt fyrir risjótt veður, og gott að koma í Múlasel að vanda.

Þátttakendur voru: Boris, Elín, Gunnar, Guðrún, Hjalti Gunnars, Hanna, Helga, Jóhanna Haralds, Pétur Þorleifs, Sigga Herdís, Sigurður, Þórður, Örn og Björg er fór ein í Bláfjöll á skíði.

Pétur Þorleifs var ritari ferðar og skilaði inn textanum.

Hagavatn