Göngugleði á sunnudögum

Sl sunnudag fóru göngugarpar í skemmtilega gönguferð í frábæru veðri.  Fyrst var ekið að Vatnsskarði. Þar var ökutækið yfirgefið og haldið í átt að Fjallinu - eina. Gengið var um Dyngjuhraun að norðurenda fellsins.  Í leiðinni var stansað við gíghrúguld nokkur þar sem efnistaka hefur lengi farið fram en er nú hætt.  Þar var ljót umgengni eftir skotglaða ferðamenn og þar voru fleiri skothólkar en talið verður. Frá gígnum var haldið að norðurenda fellsins og allt á suðurenda. Þar var stoppað lengi og notið útsýnis, veðurblíðu og veitinga. Síðan var haldið til baka í sama góða veðrinu og komið til baka eftir tæplega þriggja tíma ferð.

Söguhöfundur: Pétur Þorleifs