à sunnudagsmorgnum yfir veturinn hittast göngumenn í Mörkinni 6 og fara saman á fjöll. S.l. sunnudag kom lítill hópur manna og kvenna saman og fóru sumir á gönguskíði upp í Bláfjöll en aðrir gengu á Skálafell. Ágætt veður var á sunnudag og nutu menn hollrar útivistar í góðum hópi.
Göngugleðin er fastur liður á sunnudagsmorgnum og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þeir sem fóru í Bláfjöll á sunnudaginn hittu félagsmenn í skíðagöngufélaginu Ulli sem er að ljúka við frágang skála félagsins í Bláfjöllum. Hópurinn gekk hring um Strompana án teljandi vandræða vegna snjóleysis.
Pétur Þorleifsson, Sigríður Lóa Jónsdóttir og Guðmundur Hallvarðsson á skíðum í Bláfjöllum s.l. sunnudag.