Göngugleði - ferðasaga

Síðast liðinn sunnudagsmorgun mættu 22 til göngu. Tveimur var ráðið frá því að fara með vegna vanbúnaðar. Haldið var upp í Bláfjöll og þar skiptist hópurinn í tvo jafnstóra flokka, 10 í hvorum, sem báðir héldu til Þríhnjúka, annar á skíðum, hinn fótgangandi. Gönguhópurinn fór alla leið að gígnum en hinir langleiðina. Skíðafólkið þurfti dálítið að þræða. Svalt var í veðri, nokkur blástur en sæmilega bjart. Kaffi var drukkið í ágætum vindstreng, sem hóf á loft og bar út í buskann lok af kaffibrúsa eins þátttakandans. Samþykkt var að leita þess í myndarlegri helgarferð í vor. 

 

Í gönguhópnum voru: Stefán, Stefán B., Helga, Gerður Jensdóttir, Anna, Jónína B., Gunnar, Soffía, Aðalbjörg, Gígja. 

 

Í skíðagöngunni voru: Maggi Konn, Pétur Þorleifs, Eygló, Eiríkur (hann skrifaði þessa skýrslu) , Reynir, Reynir J., Palli Ólafs, Þóra, Sæmundur, Erna. 

 

Kveðja. Nefndin.