Göngugleði - ferðasaga

Sjö óku upp á Hellisheiði og skíðagengu Hverhlíðar í dæmalaust góðu veðri. Við stoppuðum við hverasvæðið og einhverjir ráku nefið ofaní það. Landið skartaði sínum fegursta vetrarbúningi. Veðurblíðan var ótrúleg. Þó fundum við einn hól með köldum norðannæðingi og byl  og áveðurs drukkum við okkar hefðbundna kaff. Síðan tók við slík blíða að menn muna ekki annað eins og lítið um annað talað. Eitthvað var þó rætt um virkjanir og landabyggðamál en það var ekkert móti dáseminni yfir veðrinu. Enda hitnaði svo  mikið við upptalið að þó færið væri með besta móti var snjórinn farinn að límast við skíðin síðustu metrana. Hitastigið hækkaði um 3 stig þ.e. 3- í 0.

Þeir sem heiðruðu vetur konung með nærveru sinni voru Árni, Maggi, Sigga Lóa, Sæmundur, Erna og eygló. Við F.Í. mættu einnig færeysk hjón skíðalaus en Sigga Lóa leiðbeindi þeim með göngu innanbæjar.

Bestu páskakveðjur

Eygló