Göngugleði - ferðasaga 18. mars

Mættir voru 14 göngugarpar í göngugleði sl sunnudag, fjórir af þeim án skíða og fóru þeir í Heiðmörk og eru þar með úr sögunni. Hinir tíu héldu í Bláfjöll. Þar var þá rok og allmikill skafrenningur svo ákveðið var að aka til baka og að tillögu Ólafar Sig var ákveðið að ganga niður með Stóra Kóngsfelli og niður um Kristjánsdali í húsið við Selvogsgötu. Þar var stoppað í hálftíma og etið, drukkið, spjallað og sagðar sögur. Síðan héldu 8 til baka sömu leið í bílanna móti allsterkum vindi, en 2 héldu áfram undan vindinum niður með Lönguhlíð niður á móts við Dauðadali, en þangað voru þeir sóttir af einum göngumanningum sem kom akandi. Gengið var alls 10 km í afburða góðu færi og tók gangann röska 3 tíma.

Þeir sem nutu voru Maggi Konn, Sigga Lóa, Eygló, Hjalti Gunnars, Pétur Þorleifs, Gunnlaugur, Bragi, Jónína, Haraldur og Ólöf Sig.