Göngugleði - ferðasaga 20. apríl

Sunnudagsmorguninn 20. apríl mættu nokkrir galvaskir göngumenn á Vegginn við Mörkina 6, allir með skíði. Haldið var upp í Bláfjöll og þar bættust tvö í hópinn. Genginn var 10 km hringur í áttina að Grindaskörðum og tók gangan hátt í þrjár klukkustundir (gps leikföng sem sumir voru með teygðu svolítið úr tímanum).

Færi var ágætt og veður í þokkalegu meðallagi. Nægur vindur fannst á klapparholti einu á miðri leið til að unnt væri að drekka kaffi.

Þátttakendur voru: Árni El., Eiríkur Þorm., Guðmundur Hallv., Maggi Konn., Palli Ólafs, Sigga Lóa, Þóra Hjartar.

Kveðja. Nefndin.