Á vegginn ( við höfustöðvar FÍ ) mætu nokkrir galvaskir göngumenn og sumir þeirra vopnaðir skíðum, en 2 skíðalausir og segir ekki meira af þeirra ferðum.
Skíðamenn óku upp í Bláfjöll og tóku sporið við bílaplanið. Búið var að troða skemmtilegan hring vestur að Grindaskörðum og tókum við kaff við fallegan gíg, sem skírður var á staðnum "Mosfeldur" í stíl við stóran gíg í brún Brennisteinsfjalla, sem okkur hefur verið tjáð að heiti Gráfeldur.
Komum aftur að bíl að lokinni 10,5 km. göngu og 3ja tíma útiveru, hress og endurnærð.
Eins og myndirnar bera með sér var mikil fegurð á fjöllum, en nokkuð svalt
(5 stiga frost og nokkur vindur).
Leiðangurstjóri hafði á orði að þetta væri með betri sunnudagsgöngum, sem hann hefði tekið þátt í og eru þær nú orðnar allmargar.
Maggi leiðangursstjóri, Bragi leiðangursbílstjóri og Jónína leiðangursritari.