Göngugleði Fí á sunnudögum

Alla sunnudaga í vetur er farið í gönguferð í nágrenni Reykjavíkur. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30 og er þá safnast í bíla og ekið að upphafsstað göngu.  Gönguferðin er yfirleitt 3 - 5 klst og gott að taka með sér nesti, heitt á brúsa og samlokur. Mikilvægt er að vera vel búinn, í góðum gönguskóm og með hlífðarfatnað í bakpokanum. Húfa og vettlingar eru nauðsynleg í íslenskum vetraraðstæðum. Margir taka með sér gönguskíði og er ýmist gengið í Bláfjöllum eða um spennandi svæði utan brauta, inn um dali eða upp til fjalla. Þátttaka í göngugleðinni er ókeypis og allir velkomnir. Nokkra sunnudaga í vetur verður boðið upp á skipulagða ferð með fararstjóra og þær ferðir auglýstar sérstaklega.

Á toppi heklu