Göngugleði Fí alla sunnudag

Göngugleði FÍ er verkefni sem hefur staðið yfir í nokkur ár.Þá er boðið upp á ókeypis gönguferð á sunnudögum í nágrenni Reykjavíkur.

Þátttakendur mæta í Mörkina 6 kl. 10.30  og koma sér saman hvert skuli haldið.  Ekið er á einkabílum ( sameinast í bíla) að upphafsstað göngu.  Gönguferðin er öllu jafna 2 - 5 klst. 

Takið með ykkur nesti og góðan útbúnað.

Í þessum ferðum er lögð áhersla á að njóta útiverunnar og náttúrunnar, taka gott ,,kaff" spjalla og spekúlera.  Þátttakendur miðla af sínum viskubrunni, hvort heldur um sögu, náttúru eða hvað annað.

Það eru allir velkomnir í göngugleði FÍ og þátttaka ókeypis.