Galvaskir göngugarpar mætttu við Mörkina 6 á tilsettum tíma og einn bættist við á Gasa. Allir voru vopnaðir skíðum og því haldið í Bláfjöll.
Í síðustu gönguskýrslu var því haldið fram að veðrið þá kæmi aðeins einu sinni á öld. Veðrið í dag gaf því lítið eftir, stafalogn og sól í heiði.
Samt sem áður var Bláfjallasvæðið lokað – þ.e. engar lyftur í gangi og á heimasíðu svæðisins var sagt „lokað vegna hitta“ (!!!!)
Að þessu sinni ákváðum við að halda inn á Heiðina há. Færið var nokkuð hart, skari og jafnvel sumstaðar klaki, en mýktist heldur þegar ofar dró.
Í fyrstu var smá þokuslæðingur þarna efst uppi en smá hvarf eftir sem á leið. Uppi gengum við með hjúknum Kerlingu og inní Kerlingardal.
Í Kerlingardal var kaffið tekið í logni og sól og var stundin fullkomnuð með nokkrum myndum.
Bakaleiðin gekk yfirleitt vel, nema smá bakföll sem skýrsluhöfundur tók neðarlega á niðurleið þegar hann í misskilningi var að sýna spor úr Svanavatninu með þessum afleiðingum.
Voru allir þátttakendur afar sælir með daginn og vilja endurtaka hann sem fyrst.
Skýrslu ritaði: Guðmundur Hallvarðsson
MYNDIR úr göngugleði