Heilsan til allra.
Sunnudaginn 30. nóv. hittust 6 göngumenn við Vegginn.
Haldið var upp í fyrrum skíðasvæði við Hamragil. Kl. 11.05 var lagt á brattann og gengið upp Sleggjubeinsskarð, inn Innstadal og kaffi drukkið á verönd skálans sem þar er uppi í hallinu innst í dalnum. Þaðan var skáað til suðausturs yfir dalinn og yfir hrygginn austast í Skarðsmýrarfjalli og síðan haldið vestur með hlíðum fjallsins uns komið var aftur að bílunum kl. 14.50.
Hafði þannig verið gengið umhverfis Skarðsmýrarfjall á 3 klst. og 50 mín., 12 km leið. Kalt var í veðri, 7-10 stiga frost, en stillt og bjart og skyggni gott. Á heimleiðinni var komið við í Orkuveituhúsinu undir Hellisskarði, kaffi drukkið þar, hlýtt á útskýringar á því hvernig kerfið virkar, túrbínur skoðaðar o.fl. fróðlegt.
Þátttakendur í ferðinni voru Eiríkur, Eygló, Ingvi, Jónína, Maggi Konn, Sæmundur.
Nefndin.