Göngugleðin á sunnudögum

Ferðafélagið stendur fyrir göngugleði alla sunnudaga fram á vor.

Þá hittast galvaskir göngufélagar við Mörkina 6 kl. 10.30 á sunnudagsmorgnum og koma sér saman um hvert skuli haldið.  Síðan er þjappað sér saman í bíla og ekið á upphafsstað gönguleiðar.  Gengið er í ca 2 - 5 klst eftir stemmingu og aðstæðum.  Oft er farið á gönguskíði ef aðstæður leyfa.

Þátttaka er göngugleðina er ókeypis og allir velkomnir.

Takið með ykkur nesti og góðan búnað þe góða gönguskó, hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, bakpoka undir nestið og göngustafi.

Sjá myndir úr nokkrum ferðum göngugleðinnar í vetur