Gönguleiðir að fjallabaki, tækifæri og framtíðarsýn

Gönguleiðir að fjallabaki, tækifæri og framtíðarsýn

Fundur um gönguleiðir að fjallabaki  verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit laugardaginn 15. janúar nk. frá kl. 14:00 – 16:30.

Á fundinum verða nokkur framsöguerindi um gönguleiðir að fjallabaki.  M.a. verður fjallað um þau verkefni sem unnið hefur verið að  og kynntar hugmyndir að áframhaldandi uppbyggingu gönguleiða á svæðinu.  Einnig verða ræddar hugmyndir um frekara samstarf við kortlagningu og merkingar á hálendinu.

Meðal framsögumanna er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og mun hann kynna hvernig Norðmenn hafa staðið að gönguleiðauppbyggingu, en þeir eru mjög framarlega á því sviði.

Vonast er til að fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélags og áhugafólk um gönguleiðir að fjallabaki mæti og taki þátt í umræðum um málefnið.

 

Dagskrá fundarins:

1. Gönguleiðir á afréttum í Rangárþingi ytra, af hverju þessi fundur?

    Engilbert Olgeirsson, Hellismaður

2. Reynsla Ferðafélagsins að fjallabaki og framtíðarsýn
    Ólafur Örn Haraldsson, forseti FÍ 
    Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ

2. Reynsla fararstjóra á Hellismannaleið
    Hugrún Hannesdóttir, markaðsfræðingur hjá Ferðaþjónustu bænda

4. Framtíðarsýn og áframhaldandi uppbygging gönguleiða á svæðinu
    Guðni Olgeirsson, áhugamaður um gönguleiðir að fjallabaki

5. Samstarf ferðaþjónustaðila og hugsanlegur ávinningur af slíku samstarfi
    Hulda Eggertsdóttir, ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands

6. Áherslur og sýn sveitarfélagsins
    Sigurgeir Guðmundsson formaður  samgöngu- hálendis- og umhverfisnefndar

    Rangárþings ytra 

7. Umræður og næstu skref

8. Kaffi og fundarlok

Með von um góða mætingu,

Áhugahópur um gönguleiðir að fjallabaki.