Gönguleiðir í Barðastrandarhreppi

Það er víða mjög gróið land og fagurt í Barðastrandahreppi.
Það er víða mjög gróið land og fagurt í Barðastrandahreppi.

Miðvikudaginn 7. mars leiðir Elva Björg Einarsdóttir, höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók, fólk um sveitina sína og kynnir göngur á svæðinu og segir því hvers vegna það ætti að leggja leið sína þangað. 

Kynningin fer fram kl. 20 í risinu í húsnæði FÍ Mörkinni 6.
 
Barðastrandarhreppur, sem nú er hluti Vesturbyggðar, var við norðanverðan Breiðafjörð þar sem fjörðurinn minnist við brött fjöllin í mjúkri, gulri strandlengjunni sem einkennir Barðaströndina sjálfa.

Um hreppinn lágu alfaraleiðir til allra átta frá fyrstu tíð og gera enn. Hér eru margar ástæður til að stoppa og dvelja, skoða sig um, njóta fegurðarinnar og slappa af í heitum laugum.

Hægt er að leggja land undir fót í fótspor formæðra og -feðra eða rölta um nýjar slóðir sem nútíminn býður.

Barðastrandahreppur