Göngur með nýjum Íslendingum

Gestir og gangandi er nafn á gönguverkefni þar sem nýir og gamlir Íslendingar ganga saman á fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Farið verður í fjórar göngur nú á vormánuðum og allir eru velkomnir. Göngurnar hefjast stundvíslega kl. 18 þegar fólk safnast saman við skrifstofur Rauða krossins í Efstaleiti og sameinast þar í bíla áður en ekið er að upphafsstað hverrar göngu. Þátttakendur eru hvattir til að bjóða þeim far sem ekki eru á bílum.

Dagsetningar

11. apríl. Búrfell í Búrfellsgjá.
18. apríl. Mosfell í Mosfellsdal.
25. apríl. Helgafell í Hafnarfirði.
2. maí. Keilir.

Þetta er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Rauða Kross Íslands og er leitt af Róberti Marshall.

Leiðsögnin fer fram á ensku og ferðunum, sem fengið hafa nafnið Welcome Hikes upp á ensku, er einkum beint til þeirra sem eru að setjast að á Íslandi og vilja kynnast útivistarmöguleikum í nágrenni Reykjavíkur.

Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook síðunni Gestir og gangandi.


Mynd: .christoph.G. https://creativecommons.org/licenses/by-nd/2.0/