Gosstöðvaferðir á Fimmvörðuháls á morgun 21. apríl

Dagsferð í Þórsmörk og Goðaland til að skoða ummerki gossins á Fimmvörðuhálsi. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8 og komið að Strákagili um kl. 11. Þaðan er lagt af stað upp Kattarhryggi og Morinsheiði að Magna og Móða. Áætlað er að koma til baka niður að rútu um kl. 16. Komið til Reykjavíkur að kvöldi.

Fararstjóri: Bjarni Már Gylfason

Verð: 18.000 / 21.000

Innifalið: Rúta og fararstjórn.

Skráning og greiðsla fer fram á skrifstofu föstudaginn 20. apríl