Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum.
Farið er yfir notkun á staðsetningartækjum og þátttakendur æfa sig í að finna punkta og setja inn í tækin og merkja út á korti. Þátttakendur hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Námskeiðið er tvö kvöld inni og svo ein útiæfing.