Gps námskeið FÍ og Artic Trucks

Ferðafélag Íslands  og Artic Trucks bjóða upp á námskeið í notkun GPS-tækis haldið af Ríkarði Sigmundssyni hjá R. Sigmundssyni ehf. Farið er í grunnatriði GPS-notkunar, s.s. stillingar tækisins, hvað beri að varast, töku vegpunkta, gerð leiða og ferla. Einnig er farið í grunnatriði notkunar á Garmin forritunum MapSource og nRoute ásamt því hvernig hægt er að varpa GPS-gögnum yfir á GoogleEarth. Námskeiðið miðast við notkun GPS-tækja til útivistar, t.d. í gönguferðir, jeppaferðir eða vélsleðaferðir.  Skráning er hjá Artic Trucks.