GPS staðsetningartæki og rötun

GPS staðsetningartæki og rötun

Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum.

Farið er yfir notkun á staðsetningartækjum og þátttakendur æfa sig í að finna punkta og setja inn í tækin og merkja út á korti. Þátttakendur hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Námskeiðið er tvö kvöld inni og svo ein útiæfing.

Kennari: Sigurður Jónsson björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi í rötun og ferðamennsku.

Tími:   21. og 23. febrúar 2011 frá 19:30 - 22:30 og laugardaginn 5. mars er útiæfing sem tekur um 2 tíma.

Verð: 19.500 kr. Félagar í Útivist og Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldinu.

Staður: stofa 206 á 2. hæð Tækniskólans við Háteigsveg (áður Sjómannaskólinn).

Skráning: http://www.tskoli.is/namskeid/umhverfi-og-utivist/gps-stadsetningartaeki-og-rotun/