Gönguferðir á Esjunni. Þátttökugjald er 10 grásleppur eða 1000,- í hverja ferð. Allar göngurnar hefjast kl.18.00 frá upphafsstað göngu og er fólk ferjað á upphafsstað.
Dagur 1, Þriðjudagur 21. júlí
Gengið verður frá bílastæðinu að Rauðhóli, þaðan að Gunnlaugsskarði og Grenöxl, áfram að Kistufelli (816m), þaðan á Hábungu (910m), eftir Esjunni til vesturs Kerhólakambinn að Kambshorni (851m), og niður við Hestagil Gljúfurdal að Esjubergi. Gangan er ca 20km.Fólk ferjað að bílastæðinu
Dagur 2, miðvikudagur 22. júlí
Hringurinn: Bílastæði, Þverfellshorn (770m), Kerhólakambur, Kambshorn (851m), niður við Hestagil að Gljúfurgili, síðan eftir Langahrygg og endað á bílastæðinu. Gangan er ca 16km.
Dagur 3, fimmtudagur 23. júlí
Gengið frá bílastæðinu upp að Þverfellshorni (770m) , eftir Esjunni að Kerhólakambi og Kambshorni (851m), þaðan niður að Smáþúfum og yfir Lágesjuna og komið niður við Sneiðingaklett við Blikdal. Gangan er ca 13km. Fólk ferjað til baka að bílastæðum.
|