Gullmerki á hátíðarfundi FÍ í dag

Ferðafélag Íslands sæmdi í dag 26 einstaklinga gullmerki félagsins á hátiðarfundi í Norræna húsinu.  Gullmerki FÍ eru veitt fyrir einstakt og óeigingjarnt starf fyrir félagið sem og fyrir framúrskarandi störf í þjóðfélaginu á kjörsviði félagsins.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ veitti gullmerkin með aðstoð Sigrúnar Valbergsdóttur varaforseta og Viktors 11 ára upprennandi ferðafélaga. 

Eftirtaldir aðilar hlutu gullmerki FÍ á hátíðarfundinum:

 

Daði Garðarsson – áratuga starf í byggingarnefnd FÍ og sem fóstri í Hrafntinnuskeri

 

Jóhann Steinsson – Langt starf og þátttaka í uppbyggingu á skálum FÍ

 

Valgarður Egilsson, stjórn FÍ í niu ár og varaforseti félagsins, fararstjóri í 20 ár, árbókarhöfundur og fl.

 

Gerður Steinþórsdóttir – stjórn FÍ, ritari, ferðanefnd, greinahöfundur og áratuga starf innan félagsins á ýmsum sviðum.

 

Þórunn Þórðardóttir – stjórn FÍ og fyrrverandi starfsmaður FÍ, og varðveisla skjala og sögu FÍ í sjálfboðavinnu sl ár.

 

Ingvar Teitsson – formaður Ferðafélags Akureyrar í 12 ár og frumkvöðull á fjöllum og umjón með uppbyggingu skála Ferðafélags Akureyrar.

 

Þórhallur Þorsteinsson – formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í 14 ár og helsti skálamaður FÍ.

 

Hjalti Kristgeirsson – ritstjóri árbókar  FÍ í 18 ár

 

Pétur Þorleifsson – einn mesti fjallagarpur landsins, gengið á 550 fjöll, starf innan ferðanefndar FÍ sem ,,ráðgjafi”

 

Leifur Þorsteinssson – stjórn FÍ í níu ár  – ferðanefnd - fararstjórn – greinarskrif – höfundur fræðslurita

 

Þorsteinn Eiríksson – stjórn FÍ í níu ár  – formaður byggingarnefndar – fóstri í Botnaskála FÍ á Emstrum

 

Einar Brynjólfsson í Götu – áratugastarf fyrir FÍ, byggingarnefnd og skála, bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði

 

Guðmundur Hauksson Sparisjóðsstjóri – SPRON er aðalstyrktaraðili FÍ til margra ára og hefur stutt félagið til góðra verka á fjöllum með fjárstuðningi og af áhuga.  FÍ og SPRON hafa um árabil unnið saman að uppbyggingu í Esjunni.

 

Höskuldur Ólafsson forstjóri Vísa – Menningarsjóður Vísa styrkti FÍ með myndarlegum hætti til skiltagerðar á Laugaveginum og lagði til góðar hugmyndir og ráð.

 

Guðríður Þorvarðardóttir fagstjóri í Umhverfisstofnun – áratuga farsælt samstarf við UST og velvilji, formaður Friðlandsnefndar að Fjallabaki

 

Ólöf Stefánsdóttir , Sigríður Ottesen , Ásgerður Ásmundsdóttir, Guðríður Ingimundardóttir , Tove Öder , Þorbjörg Einarsdóttir, Svanhildur Albertsdóttir

–        áratugaþátttaka í vinnuferðum og sjálfboðaliðastarfi FÍ – myndakvöldum og aðstoð á skrifstofu við margvísleg verkefni.

 

Árni Erlingsson – áratugastarf fyrir FÍ einkum fyrir byggingarnefnd og vinna að uppbyggingu skála og umhverfi þeirra.

 

Þóra Ellen Þórhallsdóttir: stjórn FÍ, ferðanefnd,árbókarskrif, fararstjóri í fjölmennustu ferðum félagsins í Þjórsárver, einn fremsti vísindamaður þjóðarinnar og mikilvægt starf á þeim vettvangi

 

Áslaug Guðmundsdóttir – skálavörður FÍ í Norðurfirði frá upphafi, elsti skálavörður landsins 78 ára og örugglega sá samviskusamasti.