Hæsta greiðsla á Íslandi

Valitor er aðalsamstarfsaðili Ferðafélags Íslands og hefur undanfarin ár styrkt félagið til uppbyggingar á gönguleiðum, skilagerðar og bættrar aðstöðu á hálendi Íslands.  Þá hafa Valitor og FÍ unnið saman að gönguferðum og útiveru starfsmanna Valitor.

Hvannadalshnúkur
Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor og Páll Guðmundsson framkvæmdasstjóri FÍ handsala samninginnn á tindi Hvannadalshnúks.  Allir starfsmenn Valitor sem lögðu á Hnúkinn, skiluðu sér alla leið á tindinn.

Starfsmenn Valitor hafa meðal annars tekið þátt í æfingaferðum FÍ undanfarna þrjá mánuði með það fyrir augum að undirbúa sig fyrir göngu á Hvannadalshnúk. 

Á miðnætti er síðan komið að stóru stundinni þegar 45 starfsmenn Valitors ganga á Hvannadalshnúk með fararstjórum FÍ.

Lagt er af stað á miðnætti frá Sandfelli og áætlað að vera á tindi Hvanndalshnúks á milli 7 og 8 í fyrramálið.

Á tindi Hvannadalshnúks munu Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifa undir samstarfssamning á milli FÍ og Valitor.  Að lokinni undirskrift mun Valitor nýta sér tæknimöguleika í kortaviðskiptum og greiða styrkinn til FÍ í gegnum gsm posa.  Því má segja að fram fari hæsta greiðsla á Íslandi og líklega hefur aldrei jafn há upphæð verið greidd í jafnmikilli hæð áður hér á landi.

Viðar Þorkelsson forstjóri segir ánægjulegt að geta stutt við starf FÍ meðal annars uppbyggingu á gönguleiðum, skiltagerð og bættri aðstöðu á skálasvæðum FÍ.  ,, Það er gaman að sjá að það eru alltaf fleiri og fleiri íslendingar að ferðast innanlands og áhugi landsmanna á útiveru og náttúru landsins hefur aukist.  Þessi áhugi hefur meðal annars náð inn í starfsmannahóp Valitor og við höfum átt gott samstarf við FÍ á þeim vettvangi," segir Viðar.

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir það mikilvægt fyrir félagið að njóta stuðnings öflugra aðila á borð við Valitor. ,, Það hjálpar okkur meðal annars bjóða upp á ókeypis ferðir og þar með hvetja fólk til gönguferða og útivistar.  Það er orðin það mikil þátttaka í okkar starfi að við getum stolt talað um það sem lýðheilsustarf á meðal landsmanna.