Hálendi Íslands færist senn í vetrarbúning og aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. Fyrir nokkrum dögum var fannhvít jörð en snjónum hefur að mestu rignt burtu eftir hressilega úrkomu undanfarna daga.
Skálar hafa komið vel undan sumri og undirbúningur fyrir veturinn nú í fullum gangi við oft erfiðar aðstæður. Eins og sumarið var gott veðurfarslega þá hefur haustveðráttan ekki leikið við okkur, haustið hefur verið úrkomusamt og einnig snjóað óvenju snemma.
Vanbúnir ferðamenn
Skálaverðir FÍ gegna lykilhlutverki á hálendinu, m.a. með upplýsingagjöf til ferðamanna. Ferðamenn eru oft ekki nægilega upplýstir, hafa kynnt sér ferðaleiðina nægilega vel eða einfaldlega vanbúnir í ferðalagið. Þökk sé skálavörðum hafa ferðamenn komist til byggða heilir á höldnu, skálaverðir hafa sýnt og sannað mikilvægi sitt í sumar sem endranær.
Lokanir skála
Nú hafa öllum skálum FÍ verið lokað, þó er enn um sinn opið í Landmannalaugum og í Þórsmörk. Varðandi aðgengi að skálum FÍ er fólki bent á að hafa samband við skrifstofu Ferðafélags Íslands.
Fylgjast vel með aðstæðum
Gott er að fylgjast með heimasíðu Vegagerðarinnar, þar er hægt að sjá færð og aðstæður á fjallvegum. Heimasíða Veðurstofunnar er mjög mikilvæg fyrir ferðamenn. Einnig er vert að minnast á Safetravel, þar er einnig hægt að fá góðar upplýsingar um mikilvæga hluti sem snúa að ferðalagi á hálendi, svo sem aðstæður, opnanir og lokanir vega.
Heimasíða Vegagerðarinnar: vegagerdin.is
Heimasíða Veðurstofunnar: vedur.is
Heimasíða SafeTravel: safetravel.is