Hamarinn í samvinnu við jarðvísindadeild HÍ býður til fyrirlesturs 14. júní kl. 17:15 í Öskju

 

Vegna tengsla eins stjórnarmanns í Hamrinum (Elísabet Brand) við Doris Sloan hefur okkur tekist að fá Doris til að halda fyrirlestur um jarðfræði San Fransico flóans.

 

Doris Sloan er adjunct (aðstoðar professor) við jarðfræðideild Kalíforníuháskóla í Berkeley. Hún er með doktorsgráðu í steingervingafræði (paleontology) frá sama háskóla. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að örsteingervingum í setlögum undir San Francisco flóa og það sem þessir steingervingar geta sagt okkur um jarðsögu svæðisins. Hún kenndi við skólann í tvo áratugi, hefur kennt við fullorðinsfræðslu og stjórnað vettvangsferðum um svæðið. Eftir að hún komst á eftirlaun hefur hún ferðast víða um heim einkum með núverandi og fyrrverandi nemendum háskólans. Hún hefur tvisvar komið með hópa til Íslands (2005 og 2009) og naut þá dyggrar leiðsagnar Elísabetar Brand.

Hún er höfundur bókarinnar Geology of the San Francisco Bay Region, útgefin 2006 af University of California.

 


Um jarðfræði San Fransico flóans:

San Francisco svæðið er staðsett á dramatískan hátt milli Norður Ameríkuplötunnar og Kyrrahafsplötunnar. Plötuhreyfingar fyrri tíma hafa flutt bergtegundir þúsundir kílómetra vegalengd og djúpbergið endurspeglar 100 míllion ára hreyfingar og árekstra. Hreyfingar meðfram San Andrea sprungukerfinu er ástæðan fyrir nútímalandslaginu og þessi aragrúa af bergtegundum sem unnt er að finna við flóann.

Fyrirlestur Doris fjallar um margbreytileika landslagsins og bergtegundirnir sem þar er að finna. San Francisco flóinn er eitt mest spennandi svæði í jarðfræðilegum skilningi.

 

Fyrirlesturinn fer sem áður segir fram í Öskju þriðjudaginn 14. júni kl. 17:15. í stofu 132

Fundarstjóri verður Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur