Hangið á klettaveggjum

Hraustir krakkar frá Ferðafélagi barnanna könnuðu Búrfellsgjá á alla kanta í liðinni viku, bæði ofan- og neðanjarðar, sem og hangandi í línu. Allir sneru þó heilir heim!

Klifrað í Búrfellsgjá

Gengið var eftir farvegi hraunárinnar sem í árdaga rann úr eldfjallinu Búrfelli og góður tími fór í að leita að berjum, smakka á hundasúrum og skoða hverja einustu gjótu og gjá sem fyrir varð. Í einni var hægt að smokra sér þrönga leið beint undir stóreflis bjargi, í annarri kom í ljós hellir sem opinn var í báða enda og í þeirri þriðju rann lækur neðanjarðar.  

GjótukönnunÍ Búrfellsgjá

Hópnum var skipt upp og á meðan annar helmingurinn gekk upp á Búrfellið setti hinn helmingurinn á sig klifurbelti og hjálma og reyndi sig í klifri í yfirhangandi gjárveggnum. Svo skiptu hóparnir um hlutverk.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.