Skógræktarfélag Reykjavíkur fagnar 60 ára afmæli Heiðmerkur um þessar mundir. Að því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á vegum félagsins í Heiðmörk.
Hátíð stendur yfir og eru allir atburðir þar ókeypis og hefjast þeir kl. 20:00 á hverju kvöldi í heila viku.
Sem dæmi má nefna fuglaskoðun með Jakobi Sigurðssyni, tálgunarnámskeið fyrir börn og fullorðna með Ólafi Oddssyni, veiðinámskeið og grillaður fiskur með Jóni Kristjánssyni, gönguferð um landnemareit Ferðafélags Íslands undir leiðsögn Auðar Kjartansdóttur sem endar á hjá Norðmönnum í þeirra ,,hyttu“ á Torgeirsstöðum.
Einnig verður haldin ráðstefna um helstu málefni Heiðmerkur föstudaginn 25. júní frá kl. 14:00 til 17:00 í Gamla salnum á Elliðavatni. Að kvöldi sama dags verða svo tónleikar.
Laugardaginn 26. júní verður síðan litskrúðug Fjölskylduhátíð frá 13:00 til 16:00 á Vígsluflötinni þar sem borgarstjóri gróðursetur tré, tréskurðarlistamenn sýna listir sínar og úrval skemmtilegra skógarleikja verða í boði svo eitthvað sé nefnt.
Dagskráin endar svo með ókeypis veiði í Elliðavatni sunnudaginn 26. júní.
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér.