Haustferð Hornstrandafara FÍ

Haustganga  Hornstrandafara  og  FÍ

 

Haustganga Hornstrandafara FÍ verður farin þ. 4. október nk. Að þessu sinni verður farið á Borgarfjarðarsvæðið og gengið í nágrenni Borgarnes – Hafnarfjall eða Hafnardal eða sambland af hvoru tveggja.

 

Brottför verður kl. 10.00 frá Mörkinni 6.

 

Eftir göngu taka við heitir pottar og sund í Borgarnesi. Það skal tekið fram að þetta er Haustganga með árshátíðarívafi, þ.e. hátíðarmáltíð og nokkur árshátíðardagskrá eins og ávarp leiðtogans, happdrætti og dansiball undir stjórn Breiðbandsins.

 

Heimferðartími er óákveðinn kringum miðnætti. Fararstjórar verða þær Jónína Pálsdóttir og Ólöf Sigurðardóttir.

 

Verð fyrir rútu, sund og veislumáltíð er kr. 6.000.

 

Nánari tilhögun á haustferðinni verður svo kynnt þegar skráning hefst,

 

en fyrir alla muni munið að taka þ. 4. október frá.

 

Nefndin