Haustganga Hornstrandafara FÍ

Haustganga Hornstrandafara FÍ

Ágætu Hornstrandafarar !

Hin árlega haustganga Hornstrandafara FÍ verður farin  

laugardaginn 13. október nk. Allir velkomnir.

Við höfum svipað fyrirkomulag og áður þ.e. að hafa hana með árshátíðarívafi og blöndum saman útivist og skemmtun. Dagskráin verður í aðalatriðum á þessa leið:

Kl. 10  Brottför með rútum frá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Ekið verður  að bænum Brúsastöðum í Þingvallasveit.

Kl. 11  Við munum ganga á fjallið Búrfell (782 m) en við höfum grun um að ekki hafi margir gengið á það.  Þetta verður nokkuð létt fjallganga (byrjum í um 170 m hæð) og er frábært útsýni af fjallinu. Síðan er ætlunin að ganga niður af fjallinu í áttina að Svartagili (yfir Öxará) og þangað mun rútan sækja okkur.

Reiknað er með 4½  – 5½ klst. göngu við allra hæfi með tveimur köffum.

Kl. 17  Ekið að Nesjavöllum, en þar gefst ferðalöngum  kostur á að fara í sturtu, heita potta og skipta um föt.

Kl. 19  Hefst tveggja rétta kvöldverður. Milli rétta má búast við ávarpi leiðtogans, söng, glensi og gamanmálum og ekki má gleyma happdrættinu góða.

Að lokinni máltíð og skemmtiatriðum leikur Breiðbandið sívinsæla fyrir dansi.

Ekki er gert ráð fyrir skartklæðum, betri skálaföt vel við hæfi.

Kl. 23+  Ekið til Reykjavíkur.

Kostnaður fyrir rútu, heitan pott , kvöldverð og skemmtun er kr. 6000 og greiðist við brottför en þátttakendur hafi með sér nesti yfir daginn.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 8. október nk.  í síma 568 - 2533 eða á fi@fi.is  og gefið upp nafn/nöfn. Einnig má tilkynna þátttöku til eftirtalinna nefndarmanna sem fúslega veita allar nánari upplýsingar.

Guðmundur Hallvarðsson              568 6114 og 862 8247

Magnús Konráðsson                       554 4797 og 895 6833 

Ólöf Sigurðardóttir                          553 9048 og 693 7386                                            

Sigríður Lóa Jónsdóttir                   554 5462 og 698 6543

 Nú er nægur tími til að pússa upp gönguskóna og viðra göngugallann !
Vonumst til að sjá ykkur sem flest !