Haustganga Hornstrandafara FÍ

Eins viljum við nota tækifarið og minna alla á  haustgöngu Hornstrandafara FÍ sem farin verður laugardaginn 4. Október. Gengið verður um Hafnardal þ.e. frá Ölveri að bænum Grjóteyri 12 km leið. Síðan verður sund og svaml í pottum í Borgarnesi. Að þessu loknu hefst árshátíðarívaf á Hótel Borgarnesi. Meðal atriða þar verður tvírétta máltíð, ávarp leiðtogans, tónlist leikin á dragspil, happdrættið góða, en síðan mun Breiðbandið stjórna fjörinu fram undir miðnætti. Veislustjóri verður hinn margrómaði ferðafélagi og Hornstrandafari Gísli Már Gíslason.
Verð fyrir öll herlegheitin er kr. 6.000