N.k. laugardag verður farin árleg haustganga Hornstrandafara Ferðafélags Íslands. Þetta eru gönguferðir með árshátíðarívafi og að þessu sinni verður gengið umhverfis Hrómundartind á Ölkelduhálsi. Þetta er fjölbreytt landslag með hverasvæðum og mun án efa koma mörgum á óvart.
Það liggur leiðin í Sundlaug Selfoss og loknu þrifabaði halda ferðalangar hreinir og stroknir í Básinn í Ölfusi þar sem verða fjölbreytt hátíðahöld fram eftir kvöldi en á eftir stiginn dans við undirleik Breiðbandsins.
Veðurspá helgarinnar gerir ráð fyrir hægri norðanátt sem er hagstæð og í dag rennur út frestur til að tilkynna þátttöku á skrifstofu Ferðafélags Íslands. Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Nánar má fræðast um fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar með því að fara neðar á síðuna og skoða frétt undir fyrirsögninni: Haustganga Hornstrandafara FÍ.