Haustgöngur Alla leið - kynningarfundur 21. ágúst

Fjallaverkefnið Alla leið heldur áfram í haust með fjallgöngudagskrá sem byrjar 24. ágúst og lýkur í desember.  Þetta verkefni hefur hlotið nafnið Haustgöngur Alla leið og verður kynnt á sérstökum kynningarfundi sem fram fer miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20 í sal hjá FÍ í Mörkinni 6.


Verkefnið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum.


Á dagskránni eru um 19 fjöll sem verður gengið á. Sjö kvöldgöngur sem farnar eru á mánudögum og átta dagsferðir sem verða um helgar. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.
Innifalið í þátttökugjaldinu er fræðsla, undirbúningur og leiðsögn.

Nánari upplýsingar og skráning