Síðastliðinn laugardag fór fram Heiðmerkurdagur Ferðafélags barnanna og Arion banka. Dagurinn fór vel fram og skemmtilegt var að sjá bæði unga sem aldna leika sér í fótbolta, snúsnú, fara í ratleik og margt fleira.
Grænmeti var til sölu á staðnum frá sölufélagi íslenskra garðyrkjumanna á góðu verði og haldið var íslandsmeistaramótið í gúrkuáti sem fór vel fram og var mikil þátttaka í það.
Ingó Veðurguð mætti og hélt uppi fjörinu, söng og trallaði með krökkunum við góðar undirtektir.
Við þökkum öllum þeim sem mættu fyrir góðan dag!