Starf 52 fjalla hóps Ferðafélags Íslands gengur vel. Þátttakendur hafa stundað fjallgöngur af miklum krafti og hafa oft á tíðum verið nokkuð heppnir með veður þótt auðvitað sé það ekki einhlítt.
Um síðustu helgi gekk hópurinn á Heiðarhorn í Skarðsheiðinni sem er 1050 metra hátt og er hæsta fjall sem hópurinn hefur tekist á við fram að þessu. Gangan gekk sérlega vel og veður var hagstætt og mikið stuð á hópnum. Hér er örstutt myndband sem fararstjórar gerðu um þennan leiðangur.