Helgafellið gengið í blautu færi

Gengið var á Helgafell í skýjuðu veðri. Mikið hafði ringt og færið fremur blautt.  Óðum við krapatjarnirnar upp á leggi.

Lítill snjór var í fjallinu og engin hálka né klaki á leiðinni. Allt gekk vel og náðum við tindinum eftir þægilega göngu. Uppi var allhvasst og lítil útsýn en fólk lét það ekki hafa af sér kaffipásuna!

Ég halarófu á Helgafellið sá
í hlákunni - þau svömluðu í blota.
Byrjunin var bæði blaut og hlá-
leg með báða sokka gegnumvota.

Eftir ferðina voru allir sammála því að það væri gott að fara rólega af stað í verkefnið og geta reynt búnaðinn við krefjandi aðstæður. Hlökkum til næstu ferðar á Grimmannsfell 25. febrúar

Helgafell5
Lagt af stað frá Kaldárseli

Helgafell4
Komið að brekkurótum
Helgafell2
Farið að styttast á tindinn

Helgafell3
Söfnuðurinn á tindinum taldi 140 sálir

Helgafell1
Og svo þarf líka að labba niður