Kæru Hornstrandafarar FÍ.
Helgarferðin 4. – 6. mars, sem kynnt var á Ársfundinum í janúar sl. vakti mikinn áhuga og er næstum uppselt í ferðina, en nokkur pláss eru enn laus og eru allir velkomnir.
Ferðinni er heitið að Veiðihúsinu við Grímsá en þar er mjög góð aðstaða m.a. heitur pottur og fallegt umhverfi. Reiknað er með göngu á laugardeginum.
Þeir sem hafa áhuga á ferðinni eru vinsamlegast beðnir að láta Sigurbjörgu vita á netfangið: sigurbjorg.bjornsdottir@reykjavík.is.
Verðið er hagstætt, samtals 19,000 kr. á mann. Innifalið er:
– gisting í tveggja manna herb. pr. mann í 2 nætur með morgunverðarhlaðborði
– þriggja rétta máltíð á laugardagskvöldi
– nestispakki+kaffi/te
Haft verður samband við þá sem skráðir eru ca. viku fyrir brottför og fólk beðið að staðfesta bókun sína.
Einnig viljum við benda á að matsalurinn í Veiðihúsinu við Grímsá tekur fleiri í mat, en komast fyrir í gistingu svo ef einhver hefur áhuga á að keyra fram og til baka á laugardeginum og vera með í kvöldverðinum láti Sigurbjörgu vita um það.
Þriggja rétta kvöldmáltíð kostar 5.900 krónur. Vegalengdin frá Reykjavík að Hótel Grímsá er ca. 90 km.
Nánari upplýsingar um ferðina síðar.
Með bestu kveðjum frá stjórn Hornstrandafara FÍ