Herra Hnetusmjör og Jakob Frímann á Úlfarsfelli 1000

Hátíðin Úlfarfell 1000 verður haldin í annað sinn fimmtudaginn 23. maí 
Lagt verður upp frá þremur stöðum, skógræktinni í Mosfellsbæ, Skarhólabraut í Mosfellsbæ og Skyggnisbraut í Reykjavík (Úlfarsárdal) kl. 18:00

Ferðafélag Íslands stendur fyrir hátíðinni ásamt stuðningsaðilum.
Síðast mættu um 2000 manns á fjallið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir á fjallið og ávarpar göngufólk.
Jakob Frímann Magnússon flytur tónlist sína.
Þá mætir Herra Hnetusmjör og flytur lög sín fyrir göngufólk.
Sérstakur gestur verður Inga Dóra Guðmundsdóttir, forseti Ferðafélags Grænlands.


Dagskráin er eftirafarandi:

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, opnar hátíðina.
FÍ-bandið flytur fjallalög.
Haukurinn undir stjórn Hauks Hjaltasonar.
Ávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Jakob Frímann Magnússon flytur lög sín.
Syngjandi Strandamenn með hugljúf lög.
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Ávarp Ingu Dóru Guðmundsdóttur.
Herra Hnetusmjör.

 

Göngustjórar: Reynir Traustason, Dalla Ólafsdóttir og Hjalti Björnsson.
Styrktaraðilar: Vodafone, Fjallakofinn, Ikea, Arionbanki, VÍS.